Veðja á íþróttaviðburði

Er uppáhalds íþróttin þín fótbolti, körfubolti eða hnefaleikar ? telurðu þig hafa góða þekkingu á ákveðinni grein ? þá er eflaust hægt að veðja á leiki eða bardaga tengda greininni. Gríðarlegur fjöldi kappleikja og annarra íþróttaviðburða er í boði á netinu og hægt að veðja á flesta allt tengt þeim. Ef það sem þú vilt veðja á er ekki í boði þá er hægt að biðja um það og oftar en ekki þá eru stjórnendur síðanna tilbúnir til þess að búa til veðmál með stuðlum fyrir þig.Mikil breyting hefur orðið undanfarin ár á veðmálum á íþróttaviðburði. Ekki er mjög langt síðan að Íslendingar þurftu að fara út í sjoppu og ná sér í lengjumiða og merkja á spjald þá leiki sem þeir vildu veðja á. Í dag er þetta mun auðveldara. Á stærstu síðunum á netinu geturðu fundið það sem þú vilt veðja á án þess að þurfa að fara út úr húsi. Fótbolti er mjög vinsæll og oft hægt að fá góðan stuðul á leikjum, mun betri en er í boði á lengjunni. Íslenskur fótbolti er til að mynda mjög vinsæll, aðallega vegna þess að deildin hér á landi er ein af fáum sem er spiluð á sumrin. Hægt er að veðja á allar deildir í meistaraflokki sem og einhverja leiki á 2. flokki. Einna vinsælast er að veðja á leiki í 4. deildinni þar sem stuðlar geta oft verið mjög háir og  breytingar á styrkleikum liða milli leikja miklir.Einnig er í boði að veðja í beinni, svokallað live bet. Þá breytast stuðlar eftir stöðu leiksins hverju sinni. Ef þú hefðir t.d. veðjað á sigur Liverpool á A.C. Milan í meistaradeildinni þegar þeir voru að tapa 3-0 þá hefirðu fengið ansi háan stuðul.